Körfubolti

Haukar á leiðinni til Kína: „Hélt að þetta væri einhver Nígeríupóstur"

Andri Ólafsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa
Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta vor,
Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta vor, Vísir/Andri Marinó

Domino´s deildar lið Hauka er á leiðinni í mikla ævintýraferð í næsta mánuði en Hafnarfjarðarfélagið mun eyða stærstum hluta undirbúnningstímabilsins hinum megin á hnettinum.

Körfuboltalið Hauka hefur fengið boð um að spila í Kína í september.  Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka segir það nánast frágengið að liðið spili sex til átta leiki, fjóra við lið í efstu deild í Kína og svo leiki gegn sterkum liðum frá Brasilíu og Bandaríkjunum.  

Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar í Domino´s deildinni en Hafnarfjarðarliðið datt út fyrir verðandi Íslandsmeisturum KR í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Haukar komust líka í undanúrslit Maltbikarsins.

Ívar fékk sendan tölvupóst frá Kínverjunum og ákvað að svara honum ekki því hann taldi þetta vera einhvern Nígeríupóst, eins og hann orðar það. Sonur hans hvatti hann til þess að svara póstinum og þegar Ívar gerði það kom í ljós að Kínverjunum var full alvara.  

Eftir að körfuknattleikssambandið kannaði málið svaraði Ívar því að Haukar væru tilbúnir í slaginn.  Haukar halda til Kína 13. september og verða þar í rúman hálfan mánuð.  „Þetta er 99% öruggt, sagði Ívar við íþróttadeild í morgun.

Haukar hafa misst marga sterka leikmenn frá því á síðasta tímabili og nú síðast samdi fyrirliðinn Emil Barja við KR og landsliðsmaðurinn Kári Jónsson við Barcelona. Áður hafði Haukaliðið misst þá Finn Atla Magnússon og Breka Gylfason.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.