Körfubolti

Skallagrímur fær Kana beint úr háskólaævintýri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aundre Jackson er hér lengst til vinstri í baráttu við þýska tröllið Moritz Wagner sem var valinn af LA Lakers í nýliðavalinu á dögunum
Aundre Jackson er hér lengst til vinstri í baráttu við þýska tröllið Moritz Wagner sem var valinn af LA Lakers í nýliðavalinu á dögunum vísir/getty

Framherjinn Aundre Jackson hefur samið við nýliða Skallagríms og mun leika með liðinu í Dominos deild karla á komandi leiktíð.

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Skallagríms sendir frá sér segir að Aundre sé 196 sentimetrar á hæð og 110 kíló að þyngd. Hann er að koma beint úr háskólaboltanum vestanhafs.

Þar lék hann með Loyola háskólanum í Chicago og var hluti af liði sem komst óvænt í undanúrslit NCAA deildarinnar. Aundre skilaði 11 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 3,2 fráköst að meðaltali og var að spila um 19 mínútur í leik.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.