Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar Gerard Pokruszynski skrifar 27. júlí 2018 07:00 „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
„… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi.
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun