Svo má ker fylla að út af flói Kristján Þ. Davíðsson skrifar 27. júlí 2018 12:00 Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og „meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. Sumt er þó svo arfavitlaust að það er ekki hægt að láta óátalið. Eitt slíkt lak af lyklaborði tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar í Fréttablaðinu 19. þ.m. Hann er frábær tónlistarmaður og mikill náttúruunnandi, mörgum kunnur fyrir hvorutveggja. Þekking hans á laxeldi er hins vegar ekki upp á marga fiska. Þótt næstum 100% alls laxeldis í heiminum sé í sjókvíum, sem reyndar er í stöðugri framþróun, eru til fjárfestar sem vilja spreyta sig á fiskeldi á landi, m.a. bæði hérlendis, í Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum og er það vel. Þótt hingað til hafi gengið misjafnlega að fá það til að ganga upp fjárhagslega er óskandi að það gangi sem best. Hvergi er það enn „í stórum stíl“, né er slíkt fyrirsjáanlegt, eins og Pálmi heldur fram, væntanlega af vanþekkingu, því ekki er hann svo spilltur að skrökva? Að laxeldi sé „hernaður gegn náttúru landsins“ og að Einar Kristinn Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson séu meðreiðarsveinar spilltra stjórnvalda og fjárfesta eru hins ekki bara vanþekking heldur líka svikabrigsl sem dæma sig sjálf og eru höfundi til vansa. Slík skrif eru álíka og að brigsla Pálma um að hann fái frí veiðileyfi fyrir skrif sín. Um laxeldi hérlendis gildar ströngustu lög og reglugerðir og bæði fjárfestar og starfsmenn fyrirtækjanna, eftirlitsstofnana og löggjafans eru heiðarlegt fólk. Ávirðingum um annað er rétt að fylgi nafngreiningar, rökstuðningur og kærur til lögreglu um spillingu, sé viðkomandi manneskja til að standa fyrir máli sínu. Rökræður um fiskeldismál er greinin reiðubúin að taka en þessi grein á því miður ekkert skylt við þær. Svo flýgur hver sem hann er fiðraður.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur illra upplýstra veiðileyfasala og „meðreiðarsveina þeirra sem gaufa á hliðarlínunni“ í umræðunni um laxeldi. Sumt er þó svo arfavitlaust að það er ekki hægt að láta óátalið. Eitt slíkt lak af lyklaborði tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar í Fréttablaðinu 19. þ.m. Hann er frábær tónlistarmaður og mikill náttúruunnandi, mörgum kunnur fyrir hvorutveggja. Þekking hans á laxeldi er hins vegar ekki upp á marga fiska. Þótt næstum 100% alls laxeldis í heiminum sé í sjókvíum, sem reyndar er í stöðugri framþróun, eru til fjárfestar sem vilja spreyta sig á fiskeldi á landi, m.a. bæði hérlendis, í Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum og er það vel. Þótt hingað til hafi gengið misjafnlega að fá það til að ganga upp fjárhagslega er óskandi að það gangi sem best. Hvergi er það enn „í stórum stíl“, né er slíkt fyrirsjáanlegt, eins og Pálmi heldur fram, væntanlega af vanþekkingu, því ekki er hann svo spilltur að skrökva? Að laxeldi sé „hernaður gegn náttúru landsins“ og að Einar Kristinn Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson séu meðreiðarsveinar spilltra stjórnvalda og fjárfesta eru hins ekki bara vanþekking heldur líka svikabrigsl sem dæma sig sjálf og eru höfundi til vansa. Slík skrif eru álíka og að brigsla Pálma um að hann fái frí veiðileyfi fyrir skrif sín. Um laxeldi hérlendis gildar ströngustu lög og reglugerðir og bæði fjárfestar og starfsmenn fyrirtækjanna, eftirlitsstofnana og löggjafans eru heiðarlegt fólk. Ávirðingum um annað er rétt að fylgi nafngreiningar, rökstuðningur og kærur til lögreglu um spillingu, sé viðkomandi manneskja til að standa fyrir máli sínu. Rökræður um fiskeldismál er greinin reiðubúin að taka en þessi grein á því miður ekkert skylt við þær. Svo flýgur hver sem hann er fiðraður.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar