Viðskipti erlent

Tesla framleiðir brimbretti

Bergþór Másson skrifar
Brimbrettið í rauðum lit og Elon Musk, eigandi Tesla.
Brimbrettið í rauðum lit og Elon Musk, eigandi Tesla. Tesla / Vísir/Getty

Rafbílafyrirtækið Tesla kom viðskiptavinum sínum á óvart í gær þegar það setti brimbretti merkt fyrirtækinu til sölu á vefsíðu sinni.

Brimbrettin voru framleidd í takmörkuðu upplagi og seldust upp á vefsíðu Tesla nánast samstundis. Brettin komu bæði í rauðu og svörtu. Þau kostuðu 1500 bandaríkjadali, sem samsvarar um það bil 158.000 íslenskum krónum.

Brettin eru sérhönnuð til þess að passa vel inn í eða utan á rafmagnsbíla fyrirtækisins.

Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið áberandi í heimsfréttum síðastliðnar vikur vegna þáttöku sinni í björgunaðgerðum í Tælandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtæki Musks framleiða óhefðbundnar vörur en fyrirtæki hans, The Boring Company, framleiddi eldvörpur á dögunum sem seldust einnig upp.
 


Tengdar fréttir

Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands

Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.