Viðskipti erlent

Forstjóri Boeing hefur áhyggjur af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Dennis Muilenburg forstjóri Boeing á frumsýningarviðburði fyrir nýja þotu úr smiðju flugrisans í febrúar síðastliðnum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Dennis Muilenburg forstjóri Boeing á frumsýningarviðburði fyrir nýja þotu úr smiðju flugrisans í febrúar síðastliðnum. Vísir/Getty

Forstjóri flugrisans Boeing lýsti yfir þungum áhyggjum af tollastríði Bandaríkjanna og Kína er hann ræddi við blaðamenn í aðdraganda Farnborough-flugsýningarinnar sem hefst í Bretlandi í vikunni.

Dennis Muilenburg sagði að viðskiptahöftin, sem Bandaríkin og Kína hafa nú lagt á hvort ríkið um sig, hækki kostnað við framleiðslu á flugvélum og öðrum loftförum. Sú framleiðsla hafi jákvæð áhrif á hagvöxt í heiminum öllum og því geti tollastríðin haft alvarlegar afleiðingar.

Sjá einnig: Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af

Muilenburg segist þó hafa átt í viðræðum við ríkisstjórnir beggja ríka, Bandaríkjanna og Kína, og fullyrðir að hann sé vongóður um farsæla lausn á deilunum. Hann segir Boeing, sem er stærsti framleiðandinn í flugbransanum, þó ekki hafa fundið fyrir áhrifum tollastríðsins enn sem komið er.

Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna.

Trump Bandaríkjaforseti hefur jafnframt hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.