Viðskipti innlent

Verð á laxi fallið um 35 prósent á níu vikum

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Arnarlax er varið fyrir verðsveiflum.
Arnarlax er varið fyrir verðsveiflum. VÍSIR/VILHELM
Verð á laxi hefur lækkað um 35 prósent á níu vikum eftir að hafa náð miklum hæðum í vor. Samkvæmt umfjöllun norska fréttamiðilsins Salmon Business eru ekki horfur á því að verðið taki við sér fyrr en seint í haust. Þar er verðlækkunin rakin til aukningar í slátrun á eldislaxi í Noregi sem á síðustu átta vikum flutti út 16 prósent meira af laxi en á sama tímabili í fyrra.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir að til lengri tíma litið sé útlit fyrir að eftirspurn vaxi hraðar en framboð. „Eftirspurnin hefur að jafnaði verið að vaxa hraðar og að því leyti höfum við ekki áhyggjur af skammtímasveiflum,“ segir Kjartan.

Hann segir að Arnarlax, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, sé jafnframt varið fyrir skammtímaverðsveiflum í gegnum framvirka samninga annars vegar og afhendingarsamninga við viðskiptavini hins vegar. Norska félagið SalMar er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi með á 49 prósenta hlut í gegnum félagið Salmus AS.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×