Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 19. júlí 2018 18:56 Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir „Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni.
„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar