Körfubolti

Lele Hardy aftur á Ásvelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lele Hardy í leik með Haukum árið 2015
Lele Hardy í leik með Haukum árið 2015 Vísir/Andri Marinó

Hin bandaríska Lele Hardy hefur samið við Íslandsmeistara Hauka um að spila með liðinu á næsta tímabili í Domino's deild kvenna. Félagið greindi frá þessu í gær.

Hardy þekkir vel til á Ásvöllum en hún lék með Haukum frá 2013-2015. Hún hefur undan farið leikið með finnska liðinu Tapiolan Honka.

Þá mun Hardy einnig verða aðstoðarþjálfari Ólafar Helgu Pálsdóttur. Ólöf tók við þjálfun Hauka í sumar eftir að Ingvar Þór Guðjónsson hætti með liðið.

Þó nokkrar breytingar hafa orðið á Haukaliðinu í sumar, þar má helst nefna brotthvarf Helenu Sverrisdóttur sem samdi við ungverska liðið Cegledi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.