Ísland axlar ábyrgð Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun