Skoðun

Forgangsröðun ríkisins á villigötum

Þórarinn Hjartarson og háskólanemi skrifa
Mín skoðun er sú að trúarbrögð séu samfélagsmein sem myndar tvístrung milli menningarhópa í nútíma samfélagi. Ég ber virðingu fyrir rétti einstaklingsins til þess að trúa, en ég ber ekki virðingu fyrir sjálfum trúarbrögðunum. Að verða móðgaður yfir þessari staðhæfingu mun ekki fá mig af þessari skoðun. Það að við fæðumst á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma, ræður úrslitum um hverskonar trú við tileinkum okkur. Í flestum tilfellum verðum við þeirrar trúar sem troðið er ofan í okkur í barnæsku. Ef þú trúir því að 13 jólasveinar komi til byggða á jólunum eftir að þú verður tvítugur, verður þú að athlægi. Ef þú aftur á móti spennir greipar eða leggst spangólandi í jörðina og segir fólki að þú sért að tala við ímyndaðan vin þinn, er því tekið sem staðhæfingu byggða á rökum sem ber að virða.

Nú á dögunum sögðu 12 ljósmæður upp sínum störfum. Grunnlaun þeirra eru í kringum 430.000 ISK á meðan grunnlaun presta í prestkalli á höfuðborgarsvæðinu eru 810.373. Laun presta eru því um 46% hærri en þeirra sem taka á móti börnunum okkar. Af þessum tveim starfsstéttum tel ég mig líklegri til þess að þiggja þjónustu þess sem ríkið metur minna. Íslenska þjóðkirkjan telur 6.5 milljarða á ári vera ónóga fjárupphæð til þess að reka sína starfsemi. Ásamt sóknargjöldum er kirkjan rekin með fjárstuðningi ríkisins. Til þess að verða við þessum skorti skorar kirkjan á ríkið að hækka sóknargjöld. Ég styð þessa tillögu heilshugar. Ég legg til að sóknargjöld séu hækkuð að svo miklu leiti að kirkjan geti rekið sig og stuðningur ríkissjóðs myndi frekar fjármagna ábótavant heilbrigðiskerfi.

Góðar stundir.




Skoðun

Sjá meira


×