Arðbærar fjárfestingar og sterkara raforkukerfi Jón Skafti Gestsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Skafti Gestsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun