Körfubolti

Íslandsmeistararnir semja við króatískan bakvörð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson tók nýverið við stjórnartaumunum í Vesturbænum
Ingi Þór Steinþórsson tók nýverið við stjórnartaumunum í Vesturbænum Vísir/Ástrós

Króatíski bakvörðurinn Dino Stipcic hefur samið við Íslandsmeistara KR um að leika með liðinu í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á Karfan.is

Stipcic þessi er 196 sentimetrar á hæð, fæddur árið 1989. Hann er sagður fjölhæfur bakvörður sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins.

Hann hefur leikið með KK Skrljevo í heimalandinu undanfarin ár þar sem hann skilaði 9,5 stigum, 5,5 fráköstum og 4,7 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil. Nýr þjálfari er tekinn við liðinu þar sem Ingi Þór Steinþórsson hefur snúið aftur í Vesturbæinn og fjölmargir leikmenn hafa yfirgefið félagið. Ber þar helsta að nefna Brynjar Þór Björnsson, Darra Hilmarsson og Kristófer Acox.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.