Körfubolti

Íslandsmeistararnir semja við króatískan bakvörð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson tók nýverið við stjórnartaumunum í Vesturbænum
Ingi Þór Steinþórsson tók nýverið við stjórnartaumunum í Vesturbænum Vísir/Ástrós
Króatíski bakvörðurinn Dino Stipcic hefur samið við Íslandsmeistara KR um að leika með liðinu í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á Karfan.is

Stipcic þessi er 196 sentimetrar á hæð, fæddur árið 1989. Hann er sagður fjölhæfur bakvörður sem lætur finna fyrir sér á báðum endum vallarins.

Hann hefur leikið með KK Skrljevo í heimalandinu undanfarin ár þar sem hann skilaði 9,5 stigum, 5,5 fráköstum og 4,7 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópi KR fyrir næsta tímabil. Nýr þjálfari er tekinn við liðinu þar sem Ingi Þór Steinþórsson hefur snúið aftur í Vesturbæinn og fjölmargir leikmenn hafa yfirgefið félagið. Ber þar helsta að nefna Brynjar Þór Björnsson, Darra Hilmarsson og Kristófer Acox.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×