Smellu RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 30. júní 2018 10:00 Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru í fréttum niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom fram að 75% Bandaríkjamanna gera ekki greinarmun á skoðunum og staðreyndum. Þetta eru áhugaverðar niðurstöður og sennilega ekki ástæða til að ætla að það sé miklu betra ástand hér á Íslandi. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín. Hversu oft sjáum við krassandi fyrirsagnir, sem hafa yfirbragð staðreynda, en eru þegar betur er að gáð einungis byggðar á skoðunum viðmælandans. Þetta er skiljanlegt hjá fjölmiðlunum, fólk smellir á áhugaverðar fyrirsagnir og staðreyndir eru gjarnan minna spennandi en upphlaup og stóryrði. Við gerum þó mestar kröfur til Ríkisútvarpsins, enda á stofnunin að vera til fyrirmyndar í þessum efnum. Fyrir nokkru síðan sló Ríkisútvarpið upp fyrirsögnum um styttingu náms til stúdentsprófs sem byggðar voru á skoðunum annars vegar nemanda og hins vegar forystumanns verkalýðsfélags kennara. Höfðu fyrirsagnirnar á sér yfirbragð staðreynda. Þeir sem treysta á Ríkisútvarpið eitt sem fréttaveitu höfðu þá mynd af stöðu mála að allt væri í versta hnút vegna færslu úr 4 í 3 ára kerfi. Um daginn birtust í öðrum fjölmiðlum fréttir um niðurstöður prófa í Versló og einnig niðurstöður kannana á meðal nemenda um hvort þeir teldu vinnuálag eðlilegt. Niðurstöðurnar voru mjög ólíkar þeim „fréttum“ sem Ríkisútvarpið hafði flutt áður. Prófin komu vel út og meirihluti nemenda taldi að vinnuálag væri hæfilegt. Getur verið að Ríkisútvarpið láti sig meiru varða umferð um vefinn sinn en að gæta að hlutverki sínu og gera staðreyndum hærra undir höfði en tilfallandi skoðunum, jafnvel þó það þýði minna spennandi fyrirsagnir og færri smelli?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun