Körfubolti

Danielle áfram í Garðabænum og sex aðrar semja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Danielle Rodriguez verður áfram í Garðabænum
Danielle Rodriguez verður áfram í Garðabænum vísir/Andri Marinó

Kvennalið Stjörnunnar í körfubolta er byrjað að undirbúa sig fyrir átökin í Dominos deildinni á næstu leiktíð en félagið hefur gert nýja samninga við sjö leikmenn. Þetta kemur fram á karfan.is

Ein af þeim er Danielle Rodriguez sem var einn allra besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hún var með 29 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Aldís Erna Pálsdóttir, Sólrún Sæmundsdóttir, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir og Jenný Harðardóttir skrifuðu einnig undir samninga við Stjörnuna og verða með liðinu á næstu leiktíð.

Stjarnan hafnaði í 5.sæti Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð en liðið var með jafnmörg stig og Skallagrímur en Borgarnesliðið var sæti ofar vegna innbyrðisstöðu. Garðabæjarliðið var því hársbreidd frá sæti í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.