Þetta reddast ekki á „kúlinu“ Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar