Með hverjum heldur þú? Þorvaldur Gylfason skrifar 28. júní 2018 07:00 Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun