Viðskipti erlent

Netflix komið aftur í gagnið eftir truflanir og mikla geðshræringu notenda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Streymisveitan lá niðri í rúma klukkustund í kvöld.
Streymisveitan lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Vísir/Getty
Netverjar geta nú tekið gleði sína á ný eftir að streymisveitan Netflix lá niðri um nokkurt skeið í kvöld. Búið er að lagfæra truflanir sem urðu í kerfi veitunnar.

Skelfing greip um sig á samfélagsmiðlum þegar notendum varð ljóst að ekki var hægt að streyma efni á Netflix í öllum tegundum tækja. Þetta staðfesti streymisveitan sjálf á Twitter-reikningi sínum í kvöld.

En svartnættið varði ekki lengi og þjónustan var aftur komin í gagnið um klukkustund eftir að fyrra tístið birtist.



Hér að neðan má svo sjá brot af geðshræringunni sem greip um sig meðal þeirra sem hugðu á Netflix-gláp í kvöld.


Tengdar fréttir

Netflix opnar fyrir uppástungur

Nú getur almenningur stungið upp á þremur titlum sem viðkomandi finnst að ættu að vera inni á Netflix.

Netflix stærra en Disney

Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×