Viðskipti erlent

Netflix komið aftur í gagnið eftir truflanir og mikla geðshræringu notenda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Streymisveitan lá niðri í rúma klukkustund í kvöld.
Streymisveitan lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. Vísir/Getty

Netverjar geta nú tekið gleði sína á ný eftir að streymisveitan Netflix lá niðri um nokkurt skeið í kvöld. Búið er að lagfæra truflanir sem urðu í kerfi veitunnar.

Skelfing greip um sig á samfélagsmiðlum þegar notendum varð ljóst að ekki var hægt að streyma efni á Netflix í öllum tegundum tækja. Þetta staðfesti streymisveitan sjálf á Twitter-reikningi sínum í kvöld.

En svartnættið varði ekki lengi og þjónustan var aftur komin í gagnið um klukkustund eftir að fyrra tístið birtist.


Hér að neðan má svo sjá brot af geðshræringunni sem greip um sig meðal þeirra sem hugðu á Netflix-gláp í kvöld.
Tengdar fréttir

Netflix stærra en Disney

Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.