Orkupakkinn er óhagræði fyrir Ísland Elías Elíasson skrifar 12. júní 2018 07:00 Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, skrifar grein um 3. orkupakka ESB í Fréttablaðinu 7/6-’18. Þökk sé honum fyrir að gefa kost á málefnalegum umræðum um þau atriði sem hann nefnir, en því miður virðist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar frá stjórnvöldum um suma hluti. Þannig hafa fyrri orkupakkarnir tveir leitt af sér óþarfa uppskiptingar hjá orkufyrirtækjunum og þær undanþágur sem Ísland hefur fengið sýna að hugmyndafræði þessara orkupakka gengur ekki upp hér á Íslandi.Frjálsi orkumarkaðurinn Auk þess að vera agnar smár í samanburðinum skortir íslenska orkumarkaðinn það umhverfi sem tryggir framleiðendum raforku á meginlandi Evrópu jafnstöðu (En: „level playing field“). Þetta er vegna þess, að náttúra Íslands leikur eitt stærsta hlutverkið á markaðnum hér og hún blæs á samkeppni. Náttúran tryggir ekki að jarðvarmi og vatnsorka séu á innbyrðis samkeppnishæfu verði eins og alþjóðlegir eldsneytismarkaðir gera með kol og gas. Náttúran tryggir heldur ekki, að hinir mismunandi virkjunarkostir sem hún býður upp á séu á samkeppnisfæru verði hver við annan eða markaðinn á sambærilegan hátt og fæst með samspili heimsmarkaða með vélar og rafbúnað við raforkumarkaði. Til að ráða bót á þeim hnökrum sem af þessu verða á íslenskum orkumarkaði þarf samráð, ekki samkeppni. Þetta eiga íslensk stjórnvöld að vera fær um að skýra út fyrir sendiherranum. Verður Orkustofnun íslensk eða erlend eftirlitsstofnun? Orkustofnun, hin íslenska eftirlitsstofnun, skal hafa vissar valdheimildir, en má hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum um nokkuð það er varðar beitingu þessa valds. Hins vegar ber henni að fylgja lögum og stefnumörkun ESB, samræma reglugerðir sínar öðrum evrópskum eftirlitsstofnunun og hafa samráð við ACER, án þess þó að hafa atkvæðisrétt í þeim samtökum eftirlitsstofnana sem ACER heldur utan um. Mörgum þykir með þessu fyrirkomulagi bæði orðið vafamál að hægt sé að telja þessa Orkustofnun til íslenskra stjórnvalda og nefnd útilokun frá atkvæðisrétti geri útslagið um að þetta fyrirkomulag samræmist ekki stjórnarskránni. Í öllu falli sé þetta svo stórt skref til viðbótar fyrri skrefum til afsals sjálfsákvörðunarréttar, að stjórnarskránni sé þar með ofboðið. Eins og skyldur Orkustofnunar eru markaðar á framangreindan hátt gæti svo farið, að stofnunin fari í raun að gæta samkeppnishagsmuna iðnaðar á meginlandi Evrópu gagnvart íslenskum iðnaði og verði þannig óvart að eins konar Trójuhesti í hinu íslenska stjórnkerfi. Vaxandi óþol gagnvart ESB Michael Mann segir í grein sinni: „Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES samningnum?…“ Svona má fulltrúi ESB ekki ávarpa Íslendinga. Í fyrsta lagi vegna þess, að hinir stjórnskipulegu fyrirvarar í EES-samningnum eru þar ekki bara upp á punt, enda væri EES-samningurinn þá stjórnarskrárbrot. Í öðru lagi vegna þess, að íslenskur almenningur hefur orðið vaxandi óþol gagnvart því hugarfari sem lesa má út úr þessu ávarpi og kemur fram hjá ESB þegar þeir setja reglur sem ekki henta hér og við skulum bara hlýða og innleiða. Orkupakkarnir eru dæmi um slíkar reglur. Orkupakkann má fella á Íslandi ESB að skaðlausu Michael Mann hefur rétt fyrir sér í því, að þriðji orkupakkinn, sem og hinir fyrri innihalda ýmis ákvæði sem eru af hinu góða. Það breytir þó ekki því, að sú hugmyndafræði sem löggjöf og regluverk innri raforkumarkaðar Evrópu byggir á passar ekki við íslenskar aðstæður, getur ekki leitt til lækkunar á almennu orkuverði á Íslandi og er andstæð íslenskum hagsmunum. Við skulum í þessu samhengi hætta að ræða um undanþágur frá lögum ESB og ræða um hvað Íslendingar telja í sína þágu og treysta sér til að samþykkja. Evrópusambandið hefur hvort sem er engan hag af því að Íslendingar samþykki lög á þessu sviði, sem gera ekki annað en hemja okkur í sókn eftir hagkvæmara raforkukerfi. Slík aðkoma ESB mundi bæta mjög ímynd sambandsins í augum almennings. Svo skulum við ræða hverju Brexit breytir eftir Brexit.
Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. 7. júní 2018 07:00
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun