Efndir og árangur um forvarnir gegn krabbameinum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbamein varðar okkur öll. Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun Krabbameinsfélags Íslands sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Krabbameinsfélagið er málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og stendur vaktina í þágu þeirra. Í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga sendu mörg aðildarfélög félagsins áskorun á framboð í sínum sveitarfélögum um að vinna að því að skapa nærsamfélag þar sem áhersla er lögð á lýðheilsumál og þætti sem geta orðið til þess að fyrirbyggja krabbamein. Svör bárust frá 36 framboðum í 10 sveitarfélögum. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina, fyrst og fremst með heilbrigðum lífsháttum. Forvarnir eru því einn mikilvægasti þátturinn í því að sporna gegn sjúkdómum á borð við krabbamein og þar bera stjórnvöld ábyrgð. Krabbameinsfélagið þrýstir reglulega á yfirvöld og minnir á þessa ábyrgð. Almenningur getur einnig þrýst á stjórnvöld með því að skrifa undir áskorun félagsins til stjórnvalda. Til að árangur náist þarf samvinnu margra. Sem dæmi um góða samvinnu er hversu vel hefur tekist að draga úr reykingum hérlendis, árangur sem vakið hefur athygli á heimsvísu. En betur má ef duga skal. Krabbameinsfélag Íslands vill vinna að því að auka þekkingu almennings og ráðamanna enn frekar um hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á því að fá krabbamein. Um leið og við þökkum þeim framboðum sem tóku áskoruninni hlökkum við til að fylgjast með efndum og árangri. Félagið hlakkar einnig til frekara samstarfs um fyrirbyggjandi aðgerðir í framtíðinni. Upplýsingar um svör frá framboðunum má sjá á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands krabb.?is og þar er einnig hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun