Ísland verði leiðandi í jafnrétti Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum af flestum talin leiðandi í heiminum í jafnrétti kynjanna en við eigum samt ennþá langt í land til þess að ná fullkomnu jafnrétti. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað á milli ára. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem ná til fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hafa ekki veitt konum aukin völd innan stjórna og framkvæmdastjórna. Vonir stóðu til þess að um leið og konum fjölgaði í stjórnum myndi þeim einnig fjölga í framkvæmdastjórnum og öðrum stjórnendastöðum. Það hefur ekki gengið eftir. Til þess að takast á við þetta flókna verkefni hefur FKA, ásamt velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TWBA og Morgunblaðinu, hleypt af stokkunum hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Markmiðið með verkefninu er að kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja verði 40/?60 árið 2027. Það er metnaðarfullt, en raunhæft. Jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því. Fyrirtæki þurfa að vera virkilega tilbúin í þessa vegferð til að ná þessu markmiði. Tilgangur verkefnisins er að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi. Þessu viljum við ná fram með því að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Meðal þess sem við notum til að hvetja fyrirtækin til dáða er að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum í framtíðinni standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Fyrsta verkefni Jafnvægisvogarinnar er að taka saman heildræna stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðurnar. Að því búnu er mögulegt að kortleggja aðgerðir. Við viljum hvetja stjórnendur fyrirtækja á Íslandi til þess að skrifa undir viljayfirlýsingu um að hefja þessa vegferð með okkur og vinna að jöfnum tækifærum kynjanna. Takið frá 31. október því þá verður ráðstefna þar sem niðurstöður verða kynntar og fyrirmyndarfyrirtæki kynna aðgerðir.Höfundur er talskona Jafnvægisvogarinnar og FKA-félagskona
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun