Lokaúrskurður kjararáðs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. júní 2018 10:00 Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ritstjórn Fréttablaðsins hefur kært ákvörðun kjararáðs um að synja henni um afrit af fundargerðum ráðsins frá ársbyrjun 2013 til dagsins í dag til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þetta er staðan eins og hún er í dag. Aðdragandinn er sá að á síðustu misserum, eða frá því í nóvember árið 2017, hefur Fréttablaðið freistað þess að fá afrit af fundargerðum ráðsins, einfaldlega vegna þess að ritstjórn blaðsins telur efni þeirra eiga erindi við almenning. Kjararáð tekur ekki undir þetta. Allt frá því að formleg fyrirspurn barst frá ritstjórninni á síðasta ári hefur ráðið bæði dregið það að svara fyrirspurninni og gefið skít í störf blaðamanna Fréttablaðsins með því að segja að afstaða verði tekin til hennar „á nýju ári“. Kjararáð hefur tvisvar hafnað fyrirspurnum ritstjórnarinnar á þessu tímabili. Fyrst var fyrirspurnin of víðtæk, og var hún því þrengd og lögð fyrir aftur. Þann 14. mars síðastliðinn var breyttri fyrirspurn hafnað. Fréttablaðið hefur tvisvar leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna framgöngu kjararáðs. Ráðið hefur ítrekað dregið það að svara nefndinni. Í fyrradag barst loks umsögn kjararáðs til nefndarinnar vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Þar endurspeglast sú fastmótaða, og á sama tíma afvegaleidda, niðurstaða ráðsins að ekki komi til greina að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðunum. Rökstuðningur kjararáðs byggist fyrst og fremst á þeirri fullyrðingu að ráðið heyri ekki undir framkvæmdarvaldið, sé í raun ekki stjórnvald og starfi fyrir alla þrjá arma ríkisvaldsins. Umbeðnar fundargerðir hafi orðið til í tíð eldri laga en þá hafi ráðið verið undanþegið upplýsingalögum í ljósi sérstakrar stöðu sinnar. Kjararáð hyggst ekki afhenda úrskurðarnefndinni gögnin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort það falli undir upplýsingalög. Í þessu máli öllu leynast verðug viðfangsefni löglærðra einstaklinga, og umræðurnar hér á ritstjórn Fréttablaðsins hafa sannarlega verið líflegar um málið. Hér takast á sjónarmið sem taka til stöðu kjararáðs sem lögbundins gerðardóms eða stjórnsýslunefndar með úrskurðarvald; hvort fyrirspurn fjölmiðils sé gild nái hún til tíma þegar ráðið var undanþegið upplýsingalögum; og hvers vegna endanleg ákvörðun um stjórnskipulega stöðu ráðsins hafi ekki verið tekin með lagabreytingum árið 2006 en í greinargerð þess lagafrumvarps kom fram að „þarflaust“ væri að taka afstöðu til málsins. Hvað sem lagatæknilegum álitamálum líður er hin raunverulega staðreynd málsins sú að kjararáð hefur beitt sér af miklu afli til að hindra það að ritstjórn Fréttablaðsins fái afrit af fundargerðum þess. Gögn sem vafalaust munu varpa nýju ljósi á störf ráðsins. Lokaúrskurður kjararáðs virðist ætla að vera sá að gefa fjölmiðlum, og þar með almenningi, langt nef.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar