Erlent

Seldu notaða tösku fyrir 2 milljónir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Óneitanlega glæsilegur fylgihlutur.
Óneitanlega glæsilegur fylgihlutur. Vísir/Getty

Notuð Hermes Birkin-taska var seld fyrir rúmlega 2,3 milljónir króna á uppboði í Lundúnum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkurn tímann hefur fengist fyrir sambærilega handtösku á uppboði í Evrópu.

Taskan er 10 ára gömul og má sjá hér að ofan. Á henni hangir lás sem þakinn er með 18-karata hvítagulli og demöntum en taskan sjálf er úr krókódílaskinni. Talið var að um 1 til 1 og hálf milljón króna fengist fyrir töskuna en verðið hækkaði hratt eftir því sem leið á uppboðið.

Talsmaður uppboðshússins Christie's í Lundúnum segir að þetta sé „óvefengjanlega verðmætasta taska í heiminum.“ Engu að síður var önnur taska, sem jafnframt var frá Hermes Birkin, seld á uppboði í Hong Kong í fyrra fyrir um 4 milljónir króna.

Taskan sem seld var í gær er um 30 sentímetrar að breidd og er því aðeins minni en upprunlega Birkin-handtaskan. Nýjar, hefðbundnar töskur frá framleiðendanum kosta sjaldan minna en 700 þúsund krónur og þurfa áhugasamir kaupendur oftar en ekki að bíða lengi á víðfrægum biðlistum Birkin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.