Nýtt diskastell forsetahjónanna skapar illdeilur í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 16:30 Forsetahjúin í Frakklandi. Vísir/Getty Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira