Gagnleg reiði og hjálpsamur leiði Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 18. júní 2018 07:56 Við reynum mörg að forðast neikvæðar tilfinningar. Okkur finnst ekki gott að líða illa, finna fyrir reiði eða leiða og reynum því oft að hundsa þessar tilfinningar, dreifa huganum eða skríða upp í rúm og sofa tilfinningarnar af okkur. En þessar tilfinningar eru mannlegar og jafn eðlilegar og góðar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar geta verið gagnlegar. Kvíði getur til dæmis aukið nákvæmni okkar, leiði getur verið merki um þörf fyrir tilbreytingu í lífinu og fleiri krefjandi verkefni, öfund og vonbrigði geta verið merki um langanir okkar og óskir. Dapurleiki eða leiði getur til að mynda styrkt minnið okkar og nákvæmni. Meðan tilfinningar eins og gleði og jákvæðni eru merki um að við séum í öruggu og þekktu umhverfi eða aðstæðum þá geta tilfinningar eins og leiði eða dapurleiki verið merki um að aðstæðurnar sem við erum í séu nýjar, óöruggar og jafnvel krefjandi. Við þurfum þess vegna að vera meira meðvituð um umhverfið okkar, við verðum meira vakandi fyrir breytingum og smáatriðum. Aðrar neikvæðar tilfinningar geta einnig verið hjálplega. Sektarkennd eða samviskubit eru tilfinningar sem við upplifum oft þegar okkur finnst við hafa gert eitthvað rangt. Þessar tilfinningar geta verið ansi vondar meðan á þeim stendur en gagnlegar að því leytinu að þær virka sem einskonar siðferðislegur áttaviti og geta gert okkur að betri manneskjum. Til að læra eitthvað af neikvæðu tilfinningum okkar og sjá hve gagnlegar þær geta verið er gott að velta fyrir sér af hverju við erum leið, reið, döpur, stressuð eða afbrýðisöm. Einnig getur verið hjálplegt að velta fyrir sér einstökum tilvikum þar sem við upplifðum neikvæðar tilfinningar og hvaða breytingar tilfinningarnar höfðu í för með sér. Til dæmis þegar við vorum reið og fengum kjark til að setja niður fótinn og standa með okkur sjálfum, þegar okkur leiddist og við tókum þá að okkur ögn fleiri krefjandi verkefni en við töldum okkur ráða við eða þegar við öfundum vin fyrir starfið hans sem hafði þau áhrif að við sóttum um svipað starf sjálf. Næst þegar þú finnur fyrir neikvæðri tilfinningu skaltu prófa að staldra aðeins við og velta fyrir þér af hverju þér líður svona í stað þess að pirrast yfir því að líða illa eða forðast tilfinninguna.Höfundur er sálfræðikennari og námsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við reynum mörg að forðast neikvæðar tilfinningar. Okkur finnst ekki gott að líða illa, finna fyrir reiði eða leiða og reynum því oft að hundsa þessar tilfinningar, dreifa huganum eða skríða upp í rúm og sofa tilfinningarnar af okkur. En þessar tilfinningar eru mannlegar og jafn eðlilegar og góðar tilfinningar. Neikvæðar tilfinningar geta verið gagnlegar. Kvíði getur til dæmis aukið nákvæmni okkar, leiði getur verið merki um þörf fyrir tilbreytingu í lífinu og fleiri krefjandi verkefni, öfund og vonbrigði geta verið merki um langanir okkar og óskir. Dapurleiki eða leiði getur til að mynda styrkt minnið okkar og nákvæmni. Meðan tilfinningar eins og gleði og jákvæðni eru merki um að við séum í öruggu og þekktu umhverfi eða aðstæðum þá geta tilfinningar eins og leiði eða dapurleiki verið merki um að aðstæðurnar sem við erum í séu nýjar, óöruggar og jafnvel krefjandi. Við þurfum þess vegna að vera meira meðvituð um umhverfið okkar, við verðum meira vakandi fyrir breytingum og smáatriðum. Aðrar neikvæðar tilfinningar geta einnig verið hjálplega. Sektarkennd eða samviskubit eru tilfinningar sem við upplifum oft þegar okkur finnst við hafa gert eitthvað rangt. Þessar tilfinningar geta verið ansi vondar meðan á þeim stendur en gagnlegar að því leytinu að þær virka sem einskonar siðferðislegur áttaviti og geta gert okkur að betri manneskjum. Til að læra eitthvað af neikvæðu tilfinningum okkar og sjá hve gagnlegar þær geta verið er gott að velta fyrir sér af hverju við erum leið, reið, döpur, stressuð eða afbrýðisöm. Einnig getur verið hjálplegt að velta fyrir sér einstökum tilvikum þar sem við upplifðum neikvæðar tilfinningar og hvaða breytingar tilfinningarnar höfðu í för með sér. Til dæmis þegar við vorum reið og fengum kjark til að setja niður fótinn og standa með okkur sjálfum, þegar okkur leiddist og við tókum þá að okkur ögn fleiri krefjandi verkefni en við töldum okkur ráða við eða þegar við öfundum vin fyrir starfið hans sem hafði þau áhrif að við sóttum um svipað starf sjálf. Næst þegar þú finnur fyrir neikvæðri tilfinningu skaltu prófa að staldra aðeins við og velta fyrir þér af hverju þér líður svona í stað þess að pirrast yfir því að líða illa eða forðast tilfinninguna.Höfundur er sálfræðikennari og námsráðgjafi
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun