Hugleiðingar á kvenréttindadaginn Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:15 Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar