Hugleiðingar á kvenréttindadaginn Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:15 Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun