Hugleiðingar á kvenréttindadaginn Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:15 Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag á kvenréttindadaginn leita á hugann hugleiðingar um stöðu kvenna. Hugleiðingar um stöðu okkar ljósmæðra. Hugleiðingar um það ástand sem mun skapast á Landspítalanum í sumar og hugleiðingar um framtíðina. Margt hefur breyst frá því að konur fengu fyrst kosningarétt fyrir rúmun 100 árum síðan á þessum degi en enn eru störf kvenna ekki metin jafnt til launa og störf karla. Enn er ósamið við ljósmæður eftir rúmlega níu mánaða viðræður. Mikil von var að samningar næðust fyrir sumarið. Ríkisstjórnin hefur jú gefið það út að það ætti að rétta hlut kvennastétta. Núna eftir örfáa daga eða 1. júlí munu margar reynslumiklar ljósmæður ganga út af Landspítalanum. Ég hef miklar áhyggjur af því ástandi sem mun skapast. Ég er ein af þeim sem hef ekki sagt upp starfi mínu og mun standa vaktina í sumar á Fæðingarvaktinni. Mikið álag er á deildinni og þá sérstaklega á sumrin og hef ég sem vaktstjóri staðið mjög erfiðar vaktir það sem er af sumri. Starf ljósmæðra í dag eru miklu flóknara heldur en það var áður. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður í júlí. Til þess að ráðamenn átti sig á stöðunni langar mig að reyna að lýsa einni vakt eins og hún getur verið. Ég mæti á næturvakt og er vaktstjóri. Það eru allar stofur fullar, eins og svo oft áður. Á nóttunni erum við 6 ljósmæður á vakt. Við erum með 9 fæðingastofur þannig að þetta er ekki flókið reiknidæmi. Á einni stofunni er mjög veik kona með versnandi meðgöngueitrun. Það þarf að bregaðast fljótt við. Blóðþrýstingurinn upp úr öllu valdi. Ekkert virkar, þetta er orðið grafalvarlegt. Konan endar á dreypi sem heldur ástandinu í jafnvægi. Það verður að fylgjast mjög náið með konunni næstu 24 tímana. Ljósmóðir sinnir konunni og víkur ekki út af stofunni alla vaktina. Á annari stofunni er blæðing, við náum að stoppa blæðinguna og síðan er rokið með konuna á skurðstofu. Neyðarbjallan hringir, það er kona að blæða á annarri stofu. Hleyp þangað. Hringir bjalla, það vantar aðstoð við fæðingu. Hringir síminn, það er kona á leiðinni, alveg við það að fara að fæða. Hringir síminn, það er kona að koma með minnkaðar hreyfingar. Hringir bjalla, ljósmóðirin sem hefur verið föst í yfirsetu þarf afleysingu í 5 mínútur. Ég leysi hana af. Hringir bjalla, kona sem er í gangsetningu er farin af stað. Mig vantar aukahendur. Hleyp fram og reyni að hringja í ljósmóðir til að koma að aðstoða okkur. Eftir nokkur símtöl svarar ljósmóðir kallinu. Kemur til okkar um miðja nótt í sínu vaktafríi. Hringir bjalla. Hringir sími. Svona er ástandið ansi oft hjá okkur á vaktinni og því hef ég mjög miklar áhyggjur af sumrinu þegar ljósmæður ganga út. Hversu langt á að láta þetta ganga? Hvenær ætla ráðamenn að bregðast við. Vegna yfirvofandi ástands hef ég verulega íhugað stöðu mína sem ljósmóðir. Þetta er mikið ábyrgðastarf og mikið í húfi. Getur maður sætt sig við þetta. Að fá ekki starf sitt metið til launa er ekki ásættanlegt. Ljúkum þessu sem fyrst áður en í óefni fer. Gleðilegan 19.júní!Höfundur er ljósmóðir.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun