Ólafía líklega úr leik á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 1. júní 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á hringnum í gær. Vísir/Friðrik Þór Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi sem fram fer á Shoal Creek golfvellinum í Alabama. Ólafía náði sér ekki almennilega á strik og kom inn á 5 höggum yfir pari og er líklega úr leik að þessu sinni. Ólafía hóf leik á 1. teig í morgun og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir þrjá skolla og einn fugl. Á seinni níu var hún svo í góðri stöðu þegar tvær holur voru eftir af hringnum, þá á 3 höggum yfir pari og við niðurskurðarlínuna. Slæmur endasprettur, þar sem Ólafía fékk skolla á 17. og 18. holu, urðu Ólafíu svo líklega að falli en hún endaði þar með á 5 höggum yfir pari og er þessa stundina tveimur höggum frá öruggu sæti um helgina. Niðurskurðurinn miðast núna við þá kylfinga sem eru á 3 höggum yfir pari og gæti það eitthvað breyst með deginum. Vonandi fyrir Ólafíu mun niðurskurðurinn hækka um tvö högg en það verður að teljast frekar ólíklegt.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á Opna bandaríska mótinu í golfi sem fram fer á Shoal Creek golfvellinum í Alabama. Ólafía náði sér ekki almennilega á strik og kom inn á 5 höggum yfir pari og er líklega úr leik að þessu sinni. Ólafía hóf leik á 1. teig í morgun og lék sínar fyrri níu holur á tveimur höggum yfir pari eftir þrjá skolla og einn fugl. Á seinni níu var hún svo í góðri stöðu þegar tvær holur voru eftir af hringnum, þá á 3 höggum yfir pari og við niðurskurðarlínuna. Slæmur endasprettur, þar sem Ólafía fékk skolla á 17. og 18. holu, urðu Ólafíu svo líklega að falli en hún endaði þar með á 5 höggum yfir pari og er þessa stundina tveimur höggum frá öruggu sæti um helgina. Niðurskurðurinn miðast núna við þá kylfinga sem eru á 3 höggum yfir pari og gæti það eitthvað breyst með deginum. Vonandi fyrir Ólafíu mun niðurskurðurinn hækka um tvö högg en það verður að teljast frekar ólíklegt.Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira