Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2018 09:00 McKillop á hliðarlínunni með Davidson. vísir/getty Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karlalandsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmundsson hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfuboltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKillop enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslitakeppni háskólaboltans, hið svokallaða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naumlega, 78-73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnisburður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá langþekktasti í sögu Davidson, er Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8-liða úrslit úrslitakeppninnar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrrverandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „Ég styð hann að sjálfsögðu en þú getur aldrei gengið að neinu vísu þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKillop verði 68 ára í júlí segist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira