Óendurgoldin ást Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. júní 2018 07:00 Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Þegar sólin loksins skín lifnar allt við. Líka mannsandinn. Sólin á stóran stað í hjartanu enda gætum við ekki án hennar verið. Og við á norðurhveli jarðar höfum upplifað ýmsa kvilla í sólarleysinu. Sólarleysi var t.d. algeng ástæða beinkramar áður en við fórum að gefa börnunum okkar D-vítamín, eða sólskins-vítamín eins og Theobald Palm kallaði það þegar hann uppgötvaði þessi tengsl. Fólk forðaðist sólina hér áður fyrr því það var talið fínt að vera sem hvítastur. Sagt er að Coco Chanel hafi fundið upp sólböðin þegar hún mætti sólbrún til Cannes eftir siglingu á Miðjarðarhafinu árið 1923. Sólböðin slógu rækilega í gegn og náðu svo mikilli útbreiðslu að um síðustu aldamót sagði helmingur Breta að megintilgangur sólarlandaferða væri að koma heim sólbrúnn. En eins mikið og hægt er að elska sólina þá er ástarsambandið ekki gagnkvæmt. Á meðan húðin baðar sig í heitum sólargeislum eru þeir í fullri vinnu við að láta húðina eldast hraðar. Húðin verður slöpp, fær línur, æðaslit, bletti (m.a. krabbamein) og ójafna áferð. Það sem við teljum stundum eðlilega öldrun er oft á tíðum einfaldlega afrakstur sólbaða. Prófaðu að bera saman húðina sem sól skín sjaldan á (t.d. handarkrika) og oft (t.d. handarbak). Þá sérðu hversu mikið sólin hefur látið húðina eldast. En ekki viljum við kúldrast í skugganum þegar sólin lætur loksins sjá sig. Ef við berum á okkur sólarvörn í styrkleika 30 SPF þá minnka líkurnar á húðkrabbameini og húðin eldist ekki eins hratt. Sólgleraugu eru einnig góð fjárfesting því sólin getur m.a. valdið skýi á auga. Með slíkum vörnum getum við haldið áfram þessu einhliða ástarsambandi og notið sólarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun