Telur að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:33 Eimskip sendi Kauphöllinni tilkynningu í kvöld vegna andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins. Vísir/anton Samkeppniseftirlitið telur að flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á árunum 2008 til 2013. Með því hafi fyrirtækin brotið gegn 10. grein samkeppnislaga og 53. grein EES-samningsins. Þetta kemur fram í andmælaskjali sem Samkeppniseftirlitið sendi fyrirtækjunum tveimur eftir lokun markaða í dag. Er skjalið liður í málsmeðferð rannsóknar eftirlitsins á meintum brotum félaganna sem hófst árið 2013, að því er fram kemur í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöll vegna málsins í kvöld. Þar kemur fram að skjalið feli í sér frummat Samkeppniseftirlitsins og sé ekki bindandi stjórnvaldsákvörðun. Sjá einnig: Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings „Það er ritað í því skyni að stuðla að því að málið verði að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og til þess að auðvelda félaginu að nýta sér andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum. Í andmælaskjali I er komist að þeirri frumniðurstöðu að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á rannsóknartímabili málsins 2008 til 2013 og brotið þannig gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES samningsins, en reifun ætlaðra brota er að finna í hjálögðu fylgiskjali sem er samantekt Samkeppniseftirlitsins um andmælaskjalið og rannsóknina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulega sektarfjárhæð, komi til hennar,“ segir í tilkynningu Eimskips sem sjá má í heild sinni hér. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur að flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á árunum 2008 til 2013. Með því hafi fyrirtækin brotið gegn 10. grein samkeppnislaga og 53. grein EES-samningsins. Þetta kemur fram í andmælaskjali sem Samkeppniseftirlitið sendi fyrirtækjunum tveimur eftir lokun markaða í dag. Er skjalið liður í málsmeðferð rannsóknar eftirlitsins á meintum brotum félaganna sem hófst árið 2013, að því er fram kemur í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöll vegna málsins í kvöld. Þar kemur fram að skjalið feli í sér frummat Samkeppniseftirlitsins og sé ekki bindandi stjórnvaldsákvörðun. Sjá einnig: Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings „Það er ritað í því skyni að stuðla að því að málið verði að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og til þess að auðvelda félaginu að nýta sér andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum. Í andmælaskjali I er komist að þeirri frumniðurstöðu að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á rannsóknartímabili málsins 2008 til 2013 og brotið þannig gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES samningsins, en reifun ætlaðra brota er að finna í hjálögðu fylgiskjali sem er samantekt Samkeppniseftirlitsins um andmælaskjalið og rannsóknina. Ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulega sektarfjárhæð, komi til hennar,“ segir í tilkynningu Eimskips sem sjá má í heild sinni hér.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00
Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22
Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11