Viðskipti innlent

Telur að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eimskip sendi Kauphöllinni tilkynningu í kvöld vegna andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins.
Eimskip sendi Kauphöllinni tilkynningu í kvöld vegna andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins. Vísir/anton

Samkeppniseftirlitið telur að flutningafyrirtækin Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á árunum 2008 til 2013. Með því hafi fyrirtækin brotið gegn 10. grein samkeppnislaga og 53. grein EES-samningsins.

Þetta kemur fram í andmælaskjali sem Samkeppniseftirlitið sendi fyrirtækjunum tveimur eftir lokun markaða í dag. Er skjalið liður í málsmeðferð rannsóknar eftirlitsins á meintum brotum félaganna sem hófst árið 2013, að því er fram kemur í tilkynningu sem Eimskip sendi Kauphöll vegna málsins í kvöld.

Þar kemur fram að skjalið feli í sér frummat Samkeppniseftirlitsins og sé ekki bindandi stjórnvaldsákvörðun.

Sjá einnig: Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings

„Það er ritað í því skyni að stuðla að því að málið verði að fullu upplýst áður en ákvörðun er tekin og til þess að auðvelda félaginu að nýta sér andmælarétt sinn skv. stjórnsýslulögum.

Í andmælaskjali I er komist að þeirri frumniðurstöðu að Eimskip og Samskip hafi haft með sér ólögmætt samráð á rannsóknartímabili málsins 2008 til 2013 og brotið þannig gegn 10. gr. samkeppnislaga og 53. gr. EES samningsins, en reifun ætlaðra brota er að finna í hjálögðu fylgiskjali sem er samantekt Samkeppniseftirlitsins um andmælaskjalið og rannsóknina.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulega sektarfjárhæð, komi til hennar,“ segir í tilkynningu Eimskips sem sjá má í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot

Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.