Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2018 19:00 Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips óskaði eftir gögnum hjá héraðssaksóknara um ætluð samkeppnislagabrot fyrirtækisins. Alls fjórir stjórnendur hjá Eimskip og Samskipum eru grunaðir um brot gegn 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Rannsókn á ætluðum brotum hefur tekið fimm ár. Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. Þeir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips, Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips, Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics hafa réttarstöðu sakbornings hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknar á ætluðum samkeppnislagabrotum skipafélaganna tveggja. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Rannsókn þessa máls er komin til ára sinna en Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá skipafélögunum vegna hennar fyrir tæpum fimm árum eða hinn 10. september 2013. Ætluð brot beinast gegn 10. grein samkeppnislaga sem fjallar um ólögmætt samráð og 11. grein sömu laga sem fjallar um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið kærði brotin til héraðssaksóknara að lokinni rannsókn. Ólafur William Hand upplýsingafulltrúi Eimskips. Í tilkynningu Eimskips til Kauphallar Íslands í gærkvöldi segir: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag.“ Eimskip hafnar því að hafa gerst brotlegt við samkeppnislög en í tilkynningunni segir jafnframt: „Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga.“ Ekki liggur fyrir hvers vegna rannsóknin hefur tekið svona langan tíma eða hvers vegna mennirnir voru fyrst boðaðir í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í maí síðastliðnum. Í hverju felast ætluð brot? „Við höfum ekki upplýsingar um það og allt sem snýr að málinu hefur þegar komið fram í tilkynningu okkar,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Var Gylfi Sigfússon ekki upplýstur um það þegar hann mætti í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara í hverju ætluð samkeppnislagabrot fælust? „Eins og fram kemur í tilkynningunni þá hefur hann óskað eftir gögnum um málið og honum hafa ekki enn borist þau gögn. Þannig að hann er engu nær,“ segir Ólafur. Stjórnendur Eimskips og Samskipa eru með réttarstöðu sakbornings í málinu eins og áður greinir. Þess ber að geta að í 28. gr. laga um meðferð sakamála kemur fram að lögreglu beri að upplýsa sakborning um sakarefnið áður en skýrsla er tekin af honum en í ákvæðinu segir: „Sakborningur á rétt á að fá upplýsingar um sakarefni áður en skýrsla er tekin af honum út af því eða við handtöku ef til hennar kemur.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent