Hvernig brugðust vinnustaðir við #metoo? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun