Umræðan María Bjarnadóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Reglulega er kallað eftir umræðu. Einhvern veginn vill það sérstaklega verða þegar um er að ræða margslungin mál sem krefjast einhvers annars en umræðu. Kannski þurfa þau frekar rannsóknir, úttektir, skýringar, eða bara tíma. Stundum þarf sannarlega umræðu, en annars konar umræðu. Til dæmis þarf stundum vitræna umræðu, en það er bara í boði umræða á skökkum forsendum eða villandi umræða. Stundum er umræðan þannig að fólk sem á erindi í hana nennir ekki að taka þátt því það hefur ekki áhuga á að grafast undir í samfélagsmiðlaumræðu; sem margir telja þó vettvang hinnar lýðræðislegu umræðu. Það fjölgar í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af áhrifum tækja og samfélagsmiðla á stöðu lýðræðisins í vestrænum ríkjum. Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var brautryðjandi í notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu, er þeirra á meðal og hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk taki líka umræðu án aðkomu tækninnar. Svolítið retró kannski, en hann er meðal þeirra sem telja að umræða um erfið eða flókin mál krefjist þess að fólk sjái hvert annað til þess að skilja merkingu orða og samskipta; geti greint kaldhæðni og áttað sig á tvíræðni áður en það bregst við. Það sé erfitt þegar stafabilin eru takmörkuð. Það tekur tíma að móta sér afstöðu. Fólk þarf að hafa svigrúm til þess að máta við sig skoðanir og stefnur án þess að vera brennimerkt þeim um aldur og ævi. Við stökkvum ekki öll fullskapað stjórnmálafólk út úr hausnum á foreldrum okkar með djúpa sannfæringu og heildarsýn á öll heimsins málefni í farteskinu. Það þarf að vera hægt að skipta um skoðun. Í stafrænum samskiptaheimi verður þetta æ erfiðara. Það þarf jú að taka umræðuna.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar