Frjálsi stendur fyrir valfrelsi Anna S. Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2018 07:00 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðvikudag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal annars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóðfélagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbundinn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóðfélagar sem greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöfunum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrirkomulag. Ég tel að það sé meginatriðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjármálafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvistað rekstri og eignastýringu til fjármálafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálfstæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki rígbundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar