Sósíalistar ala á sundrungu Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 30. maí 2018 14:07 Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun