Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. maí 2018 21:15 Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira