Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. maí 2018 21:15 Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira