Hvernig framtíðarborg viltu sjá? Þór Elís Pálsson skrifar 20. maí 2018 16:38 „Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
„Meirihluti fjármagnseigenda“ er réttara að nefna borgarmeirihlutann. Ljóst er að hann fylgir ekki þeirri jafnaðarstefnu sem hann gefur sig út fyrir að gera. Jafnaðarstefnan er ekki sjáanleg nokkurs staðar í borginn. Lítum á húsnæðismálin, þar sem stefna meirihlutans einkennist af því að hygla gróðafyrirtækjum sem byggja og kaupa eignir á miðsvæði borgarinnar til þess eins að ná út hámarks gróða. ,,Þétting byggðar‘‘ er það kallað. Hverjir standa svo undir þessum milljarða gróða þeirra, jú það eru Reykvíkingar sem þurfa auðvitað húsaskjól fyrir sig og sína. Það húsnæði sem nú er í leigu hækkar stöðugt, hagnaðarkrafan er einvörðungu þeirra markmið. Á viðskiptamáli gróðravon, á mannamáli græðgi. Við sjáum nú húsnæði sem öflug stórfyrirtæki eru að byggja rándýrt og ekki á færi almennra borgara að ráða við, það er deginum ljósara. Þetta er stefna núverandi meirihluta, hvernig sem hann reynir að hrista hana af sér nú korteri í kosningar. Á kosningafundum hér og þar um borgina stærir meirihlutinn sig að hafa staðið vaktina í langa tíma og er greinilega staurblindur á raunveruleikann eins og hann blasir nú við. Við sem búum í borginni viljum sjá góða, fallega og spennandi borg, en ekki þessa eyðileggingu. Þær eru sorglegar framkvæmdirnar í miðborginni, dýrasta og glæsilegasta hús borgarinnar hverfur brátt sjónum. Harpan stolt borgarinnar, er okkar skrautfjöður. Óperuhús og tónlistarhallir eru frægar um víða veröld, það er Harpan líka. Hvað hefur svo gerst hjá núverandi meirihluta? Það er verið að múra hana inni, þannig að eftir, ekki svo langan tíma, verður aðeins hægt að líta hana augum, með Ingólfi efst á Arnarhóli eða úti á sjó. Hið magnaða ljósaspil á kvöldin hverfur þeim sem rölta um miðbæinn, en aðeins mun blasa við kassalaga hrúgöld sem samt eru svo dýrt byggð að nánast enginn hefur efni á, jafnvel íslensku millarnir þurfa að hafa fyrir því að snara fram rúmum 400 miljónum kr. sem er víst verðmiðinn sé á þessum eignum. Hverjir eru það sem kaupa? Líklega erlendir auðmenn sem heimsækja borgina endrum og sinnum. Þess í milli standa þessar tildureignir tómar. Hinir útlendingarnir, sem auðvita eru velkomnir og vilja skoða okkar fallega land og njóta menningarinnar í borginni eru smátt og smátt að ná yfirhöndinni í miðborginni með Airb&b væðingu hennar. Afleiðingin er þegar komin í ljós, borgarbúar eru að hrekjast út í önnur hverfi borgarinnar og önnur sveitafélög. Þetta er allt að gerst á vakt núverandi meirihluta í Reykjavík. Unga fólkið vill gjarnan búa miðsvæðis, þar er t.d. stutt í háskóla borgarinnar og aðrar menntastofnanir, það vill ekki eiga bíl og vill vera í göngufæri við allt og alla. Ef heldur sem horfir hrekjast þau út í úthverfin og önnur sveitafélög, verða að eiga bíl og kaffihúsin verða þeim aðeins draumsýn. Er þetta framtíðar borgin okkar? Svarið er örugglega nei hjá þorra borgarbúa. Snúum dæminu við og það getum við gert á laugardaginn 26. maí n.k. Síðustu vangaveltur stjórnmálaspekinga sýna að minni framboðin í Reykjavík geti breytt landslaginu verulega. Flokkur fólksins er eina aflið í þessum hópi sem er með rödd á Alþingi og það sterka. Ljáðu honum einnig rödd í borginni og við munum aldrei sofna á vaktinni. Við viljum útrýma óréttlæti, mismunun og fátækt. Flokkur fólksins, FÓLKIÐ FYRST.Höf: Þór Elís Pálsson, skipar 4. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar