Dýrari leikskólar eru engin lausn Líf Magneudóttir skrifar 21. maí 2018 07:00 Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun