Aganefndin klofnaði í ákvörðun refsingar Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 10:30 Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03
Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32
HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33
Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30