Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 07:59 Eimskip sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gærkvöldi. Þar kemur fram að félagið hafni öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. vísir/vilhelm Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22
Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11