Heilsueflum Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 22. maí 2018 15:14 Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun