
Úrbætur í geðheilbrigðismálum í Kópavogi – vöndum til verka
Í grein í Kópavogsblaðinu nýlega upplýsir Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti lista BF Viðreisnar að hún hafi verið að móta tillögu um að opnað verði Geðræktarhús í gamla Hressingarhælinu á Kópavogstúni og á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins reifar Karen Halldórsdóttir, sem er í 3. sæti á lista flokksins, hugmynd um samstarfsverkefni bæjarins og frjálsra félagasamtaka um rekstur geð- og lýðheilsumiðstöðvar í sama húsnæði og fjallar líka um forvarnir í geðheilbrigðismálum.
Karen nefnir líka að opinbera heilbrigðiskerfið geti ekki eitt og sér haldið utan um slíka þjónustu. Það er pólitískt álitamál og reyndar er það mjög sérstakt og rannsóknarefni hve ólík við erum nágrannalöndum okkar í framkvæmd þessara mála og hversu brotakennd geðheilsuþjónustan hér er. Hér hafa frjáls félagasamtök komið af stað og rekið margþætta þjónustu sem er líka ólíkt því sem gerist í löndunum í kring. Það er gott að hafa fjölbreytni og sannarlega hafa breytingar og nýbreytni, m.a. hugmyndafræði bata og valdeflingar, aðallega komið úr grasrótinni undanfarin ár og áratugi. En það er líka spurning hvernig samstarfi sé best háttað og hve vel er farið með almannafé þegar það dreifist svo víða sem hér. Þetta ber að nálgast opnum huga án þess að missa sjónar af heildarsamhenginu. Þannig þarf í þessu samhengi að hafa í huga áætlanir um stofnun nýrra geðheilsustöðva á vegum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og þá er líka nauðsynlegt að það sé á hreinu hver beri faglega og fjárhagslega ábyrgð og hvernig eftirliti og aðhaldi sé háttað.. Mikilvægt er að hér sé vandað til verka.
Þess má geta að nýlega hittust yfirmenn Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og UNICEF ásamt fjölmörgum aðilum frá háskólum, opinberum stofnunum og almannasamtökum. Þar var kallað eftir meiri samvinnu og aðkomu mismunandi stofnana og annarra aðila í samfélaginu því að vandinn er ekki bara heilbrigðisvandi, ekki vandi í tómarúmi, heldur tengdur jafnrétti og grundvallar mannréttindum. Þarna er rætt um aukið vægi félagslegra og umhverfislegra þátta á geðheilbrigði og er það í samhengi við viðurkenningu á skelfilegum áhrifum áfalla, fátæktar og mismununar á heilsu og þar með talið geðheilsu.
Það er ljóst að ef standa á við stóru orðin verður hlutfall fjármagns til velferðarmála hjá Kópavogsbæ að hækka úr 13% á næstu árum.
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og fyrrverandi varabæjarfulltrúi fyrir VG í Kópavogi
Skoðun

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu
Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar

Hið landlæga fúsk
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Þetta þarftu að vita: 12 atriði
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar