Ófrjálsi lífeyrissjóðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun