Sjálfbær hverfi og framtíð úthverfanna Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. maí 2018 12:04 Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Málefni úthverfanna hafa töluvert verið til umræðu í kosningabaráttunni. Þessi umræða er þó stundum á ákveðnum villigötum. Í grein frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins hér á Vísi um helgina „Stöndum vörð um úthverfin“ er talið upp það sem miður hafi farið í Grafarvoginum á síðustu árum og gerir úr því skóna að það sé núverandi borgarstjórn að kenna. Í rauninni er hún hins vegar að benda á gallana í úthverfavæðingu borgarinnar áratugina á undan og mikilvægi þess að vinna að þéttingu byggða og stuðla þannig að sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta getur blómstrað. Verra var þó að sjá höfundinn, Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinsson reyna þyrla upp ryki í augu kjósenda til þess að slá pólitískar keilur. Hún heldur því fram í greininni að til standi að þrengja Gullinbrú niður í eina akrein í hvora átt svo koma megi borgarlínu fyrir. Engar slíkar fyrirætlanir eru uppi, og verður ekki annað séð en að Sjálfstæðismenn vilji espa upp andstöðu gegn borgarlínu með ósönnum fullyrðingum. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa reynt þetta, en tveir aðrir frambjóðendur hafa reynt svona lagað nýlega.Fylgifiskur uppbyggingarinnar Við uppbyggingu nýrra úthverfa lítur yfirleitt allt vel út. Þannig leit það út á fyrstu árum Grafarvogsins og meðan ég var að vaxa úr grasi í hverfinu óx hverfið hratt. Þjónusta dafnaði, leik- og grunnskólar voru byggðir upp. Leikvellir voru á hverju strái og samspilið við náttúruna var gott. Hægt var að búa í hverfi sem hafði upp á allt að bjóða og ekki þurfti að leita út fyrir hverfið fyrir neitt því hér var allt til staðar. Grafarvogurinn sprengdi hins vegar mjög fljótt meginumferðaræðarnar inn í hverfið. Raðirnar sem mynduðust þegar Gullinbrúin var einbreið voru daglegt brauð fyrir íbúa hverfisins sem unnu utan þess. Umferðarhnúturinn leystist ekki fyrr en brúin var breikkuð og það stendur ekki til að breyta því, hvað sem Sjálfstæðismenn segja. Síðan hefur þjónusta annaðhvort farið út úr hverfinu og sá verslunarkjarni sem helst virkar er Spöngin. Fyrir þá sem búa lengst frá er a.m.k. 30 mínútna göngutúr til að komast þangað. Skóla og leikskólaeiningar hafa minnkað og í hagræðingarskyni hefur komið til sameininga þar sem að skólabyggingar voru orðnar vannýttar og verið að leita leiða til að nýta mannauðinn betur innan skólanna. Því hefur kostnaður sveitarfélagsins að halda þessari þjónustu út hækkað.Hvað getum við lært? Við höfum lært það að með hraðri uppbyggingu er allt í blóma í upphafi og hverfið tekur á sig mynd, en þegar hverfið fer að eldast, þá fækkar verulega í skólum og önnur þjónusta líður fyrir það. Nýjir kaupendur, ungt fólk, hefur ekki efni á stórum eignum og hverfið eldist og hnignar. Úthverfauppbygging er skammtímalausn. Langtímalausn eru blönduð og þétt hverfi sem geta verið sjálfbær. Við þurfum að endurhanna gömul hverfi í þessum anda. Þegar við horfum til framtíðar, þá þurfum við að horfa til þess að endurnýjun í hverfum verði stöðugri en ekki sveiflubundin, eins og hún er í dag. Við þurfum að skipuleggja byggð þar sem fjölbreytileiki er hafður í fyrirrúmi og allir hópar sjáu sér fært um að búa þar. Með því getum við náð betri nýtingu úr þeim innviðum sem þegar eru til staðar í hverfum. Í stað þess að finna upp og byggja hjólið í hvert skipti. Með því að skipuleggja af skynsemi nýtum við fjármuni betur, við búum til skemmtilegri byggð og við drögum úr umferðarteppum. Vinnum saman málefnalega að langtímalausnum.Ragnar Karl Jóhannsson, höfundur er varamaður í hverfisráðu Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun