Tómas tungulipri Birna Lárusdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar