Kjósum Vinstri græn á laugardaginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Um helgina fara sveitarstjórnarkosningar fram. Þá gefst okkur öllum tækifæri til að kjósa okkar fulltrúa í borgarstjórn og bæjarstjórnum úti um allt land. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur átt sæti í ríkisstjórn síðan fyrir áramót. Á þeim stutta tíma sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur margt áunnist. Af verkefnum ríkisstjórnarinnar má nefna að fjárframlög til heilbrigðismála hafa verið stóraukin, áætlun um stórátak í byggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt af hálfu velferðarráðuneytis, ákvörðun um aukna göngudeildarþjónustu við Landspítala hefur verið tekin og unnið hefur verið að innleiðingu neyslurýma í Reykjavík. Vinna við endurskoðun jafnréttislaga er hafin og stýrihópur um úrbætur hvað varðar kynferðislegt ofbeldi hefur verið stofnaður. Í umhverfismálum hefur vinna við loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun í Stjórnarráðinu verið hafin, fjármagni verið veitt í endurheimt votlendis og þverpólitísk nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs verið stofnuð, svo fátt eitt sé nefnt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur einnig átt sæti í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á síðastliðnu kjörtímabili. Meirihlutinn í Reykjavík hefur unnið hörðum höndum að bættri Reykjavík. Meðal þess sem áunnist hefur er að leikskólagjöld hafa lækkað um 85 þúsund krónur á ársgrundvelli og því eru þau lægst í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Framlög til leikskólanna hafa verið aukin um 2 milljarða króna og uppbygging ungbarnadeilda til að börn komist fyrr inn á leikskóla er hafin. Vinnuvikan hefur verið stytt hjá 2.200 af 8.500 starfsmönnum borgarinnar, Bjarkarhlíð var opnuð, þar sem brotaþolum kynferðisofbeldis er veittur stuðningur og ráðgjöf, frístundastefna var bætt, auk þess sem málstefna var sett hjá Reykjavíkurborg. Svona mætti lengi telja. Fyrrnefnd dæmi sýna að það skiptir máli hver stjórnar, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn eða í borgarstjórn. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð á sæti við borðið þar sem ráðum er ráðið tryggjum við að umhverfismál, jafnréttismál og félagslegur jöfnuður séu í forgrunni. Vinstri græn eru skýr valkostur fyrir þá sem vilja tryggja góða vinnu í borgar- og sveitarstjórnum landsins. Því sterkari sem við verðum þegar talið verður upp úr kjörkössunum um helgina, þeim mun meiri líkur eru á því að vinstristefnan hafi áhrif á næsta kjörtímabili í sveitarstjórnum. Enginn annar flokkur en VG getur náð raunverulegum árangri með vinstri stefnu og skýr græn sjónarmið. Það er vissara að kjósa Vinstri græn á laugardaginn.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar