Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar