Tryggjum börnum í Kópavogi framtíð án eineltis 24. maí 2018 21:22 Einelti er samfélagsmein. En í sjálfu orðinu liggur einnig lausn vandans. Við þurfum sem samfélag að taka höndum saman og tryggja börnum okkar allra í Kópavogi líf án eineltis. Öll sem upplifa einelti í æsku skilja í hjarta sínu hversu alvarlegar afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Ég er einn þeirra sjálfur, en sömuleiðis faðir tveggja drengja sem ganga í skóla í hér Kópavogi. Ég man hvað ég hugsaði þegar ég hélt á frumburði mínum í fyrsta skipti, þegar gleðitárin runnu niður vangann af ást. Ég hugsaði með mér að ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að barnið mitt myndi ekki ganga í gegnum þá æsku sem ég gekk í gegnum. Ég man sömuleiðis þegar ég fylgdi honum í skólann í fyrsta sinn, sólríkan dag í ágústmánuði. Hann fullur af gleði, eftirvæntingu og von um bjarta framtíð, ég stífur af hræðslu og ótta. Stuttu síðar gerist það sem ég óttast mest, ein versta tilfinning sem foreldrar upplifa, ein setning frá einum starfsmanni skólans. „Það kom upp atvik hér í skólanum.“ Þessi fáu orð hrista undirstöður manns og þeirra sem þekkja, þeim fylgir sorg, jafnvel vonleysi. Þau eru þó ekki bara erfið í hlustun, heldur vega orðin líka að sál kennara í frásögn. Það er ekkert einfalt eða auðvelt við einelti, hvorki fyrir skóla eða starfsfólk, enn síður fyrir foreldra og allra síst þolandann sjálfan. Eftir að hafa verið í hringiðu tilfinninganna vegna eineltismála, talað við skólayfirvöld, kennara og foreldra í okkar máli finnur maður strax kærleikann og skilning starfsmanna og nágranna. Allir eru sammála um nauðsyn þess að laga ástandið og gera betur. En hvað er hægt að gera? Hér er þar sem ég kem inn, fái ég til þess tækifæri. Í fyrsta lagi þarf sterkan vilja til verksins. Það er er líklega stærsti hjallinn. Ég held því ekki fram að skorturinn sé af ásetningi, heldur er þetta fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Og ein megin ástæða þess að ég býð mig fram fyrir hönd Pírata í komandi kosningum. Frumskylda sveitarfélagsins á að vera að sjá til þess að öll börn eigi sömu möguleika til lífs tækifæra og drauma í stað kvíða og brotinnar sjálfsmyndar. Ég legg til… Samtal og samstöðu við alla skóla bæjarins. Vandinn verður ekki leystur nema allir séu á sömu blaðsíðu og með skýr markmið til lausnar á samfélagsmeininu, allt frá toppi stjórnsýslunnar til starfsmanna skóla og í samstarfi við foreldra. Ég legg til úttekt Heildræna úttekt í öllum skólum og samanburð þeirra á milli. Það er frumforsenda að við sem ætlum að leysa málin þekkjum umfang vandans, að við sjáum hver standa sig vel, hver gætu gert betur og sameinumst um að laga það sem hægt er. Ég legg til Að samræma allar eineltisáætlanir í skólum. Þannig að allir foreldrar, sama hvar sem barnið nemur í Kópavogi, geti gengið að því sem vísu hvernig skólinn tekur á eineltimálum. Eftir að hafa farið upplýsingar í skólum bæjarins er því miður augljóst að þarna má bæta úr. Ég legg til… Að sett verði teymi sem hafa að markmiði að aðstoða foreldra þolanda og geranda til samtals. Þetta er afskaplega mikilvægur punktur vegna þess að samskiptin eru gríðarlega vandasöm og viðkvæm, það eru miklar tilfinningar í spilinu og mjög auðvelt að segja ranga hluti sem gætu gert málin verri. Að hafa fagfólk til aðstoðar og stuðnings myndi að mínu áliti vera stórt stökk til góðs. Ég legg til… Að skoða innleiðingu á nýjum eineltisáætlunum þvert á og í samstarfi við skólana. Það hefur margt gerst í þeim efnum frá því að Olweusaráætlun kom fyrst fram á sjónarsviðið. Til eru nýjar gagnreyndar áætlanir eins og KiVa frá Finnlandi sem virka. Það þarf að skoða þessi mál heildrænt, það þarf að tryggja forgangsröðun, fjármagn og viljann til þess að ráðast í verkið. Ég legg til… Að við gerum þetta saman. Enginn einn getur lofað samfélagi án eineltis, en það sem við getum gert í sameiningu er heilmikið. Ég sé fyrir mér Kópavog sem leiðandi bæjarfélag til lausnar í þessum málum og ég trúi því að það sé mögulegt. Ég vil að Kópavogur verði fyrirmynd annara sveitarfélaga. Að önnur sveitarfélög leiti til okkar í Kópavogi og sjái hvernig við leysum málin og hvar þau geta gert betur. Þetta er hægt og það sannarlega á valdi eins föður og okkar allra í samfélaginu að gera, sé viljinn fyrir hendi. Ég heiti Hákon og lofa því að berjast fyrir bættri vellíðan barna. Þau eru framtíðin og við verðum að gera betur. Hákon Helgi Leifsson Setjið X við PHöfundur skipar annað sæti á lista Pírata í Kópavogi og ætlar að berjast gegn einelti í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einelti er samfélagsmein. En í sjálfu orðinu liggur einnig lausn vandans. Við þurfum sem samfélag að taka höndum saman og tryggja börnum okkar allra í Kópavogi líf án eineltis. Öll sem upplifa einelti í æsku skilja í hjarta sínu hversu alvarlegar afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Ég er einn þeirra sjálfur, en sömuleiðis faðir tveggja drengja sem ganga í skóla í hér Kópavogi. Ég man hvað ég hugsaði þegar ég hélt á frumburði mínum í fyrsta skipti, þegar gleðitárin runnu niður vangann af ást. Ég hugsaði með mér að ég skyldi gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að barnið mitt myndi ekki ganga í gegnum þá æsku sem ég gekk í gegnum. Ég man sömuleiðis þegar ég fylgdi honum í skólann í fyrsta sinn, sólríkan dag í ágústmánuði. Hann fullur af gleði, eftirvæntingu og von um bjarta framtíð, ég stífur af hræðslu og ótta. Stuttu síðar gerist það sem ég óttast mest, ein versta tilfinning sem foreldrar upplifa, ein setning frá einum starfsmanni skólans. „Það kom upp atvik hér í skólanum.“ Þessi fáu orð hrista undirstöður manns og þeirra sem þekkja, þeim fylgir sorg, jafnvel vonleysi. Þau eru þó ekki bara erfið í hlustun, heldur vega orðin líka að sál kennara í frásögn. Það er ekkert einfalt eða auðvelt við einelti, hvorki fyrir skóla eða starfsfólk, enn síður fyrir foreldra og allra síst þolandann sjálfan. Eftir að hafa verið í hringiðu tilfinninganna vegna eineltismála, talað við skólayfirvöld, kennara og foreldra í okkar máli finnur maður strax kærleikann og skilning starfsmanna og nágranna. Allir eru sammála um nauðsyn þess að laga ástandið og gera betur. En hvað er hægt að gera? Hér er þar sem ég kem inn, fái ég til þess tækifæri. Í fyrsta lagi þarf sterkan vilja til verksins. Það er er líklega stærsti hjallinn. Ég held því ekki fram að skorturinn sé af ásetningi, heldur er þetta fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Og ein megin ástæða þess að ég býð mig fram fyrir hönd Pírata í komandi kosningum. Frumskylda sveitarfélagsins á að vera að sjá til þess að öll börn eigi sömu möguleika til lífs tækifæra og drauma í stað kvíða og brotinnar sjálfsmyndar. Ég legg til… Samtal og samstöðu við alla skóla bæjarins. Vandinn verður ekki leystur nema allir séu á sömu blaðsíðu og með skýr markmið til lausnar á samfélagsmeininu, allt frá toppi stjórnsýslunnar til starfsmanna skóla og í samstarfi við foreldra. Ég legg til úttekt Heildræna úttekt í öllum skólum og samanburð þeirra á milli. Það er frumforsenda að við sem ætlum að leysa málin þekkjum umfang vandans, að við sjáum hver standa sig vel, hver gætu gert betur og sameinumst um að laga það sem hægt er. Ég legg til Að samræma allar eineltisáætlanir í skólum. Þannig að allir foreldrar, sama hvar sem barnið nemur í Kópavogi, geti gengið að því sem vísu hvernig skólinn tekur á eineltimálum. Eftir að hafa farið upplýsingar í skólum bæjarins er því miður augljóst að þarna má bæta úr. Ég legg til… Að sett verði teymi sem hafa að markmiði að aðstoða foreldra þolanda og geranda til samtals. Þetta er afskaplega mikilvægur punktur vegna þess að samskiptin eru gríðarlega vandasöm og viðkvæm, það eru miklar tilfinningar í spilinu og mjög auðvelt að segja ranga hluti sem gætu gert málin verri. Að hafa fagfólk til aðstoðar og stuðnings myndi að mínu áliti vera stórt stökk til góðs. Ég legg til… Að skoða innleiðingu á nýjum eineltisáætlunum þvert á og í samstarfi við skólana. Það hefur margt gerst í þeim efnum frá því að Olweusaráætlun kom fyrst fram á sjónarsviðið. Til eru nýjar gagnreyndar áætlanir eins og KiVa frá Finnlandi sem virka. Það þarf að skoða þessi mál heildrænt, það þarf að tryggja forgangsröðun, fjármagn og viljann til þess að ráðast í verkið. Ég legg til… Að við gerum þetta saman. Enginn einn getur lofað samfélagi án eineltis, en það sem við getum gert í sameiningu er heilmikið. Ég sé fyrir mér Kópavog sem leiðandi bæjarfélag til lausnar í þessum málum og ég trúi því að það sé mögulegt. Ég vil að Kópavogur verði fyrirmynd annara sveitarfélaga. Að önnur sveitarfélög leiti til okkar í Kópavogi og sjái hvernig við leysum málin og hvar þau geta gert betur. Þetta er hægt og það sannarlega á valdi eins föður og okkar allra í samfélaginu að gera, sé viljinn fyrir hendi. Ég heiti Hákon og lofa því að berjast fyrir bættri vellíðan barna. Þau eru framtíðin og við verðum að gera betur. Hákon Helgi Leifsson Setjið X við PHöfundur skipar annað sæti á lista Pírata í Kópavogi og ætlar að berjast gegn einelti í samfélaginu.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun