Borg sem vinnur fyrir þig Hildur Björnsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Á morgun göngum við til kosninga. Borgarbúar hafa aldrei haft svo marga valkosti en þeir hafa skýra valkosti. Þeir geta valið áframhaldandi stöðnun, skort og úrræðaleysi – eða þeir geta valið breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun setja íbúana í forgang. Við munum draga úr húsnæðisskorti, leysa samgönguvandann og greiða úr fjármálum borgarinnar. Við munum tryggja stöðugan fjárhag og betri þjónustu. Við ætlum að lækka útsvar og þjónustugjöld svo þú getir gert meira og farið lengra. Við ætlum að setja fjölskyldur í forgang og einfalda flókinn hversdaginn. Við munum forgangsraða í þágu menntunar og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri. Við munum standa vörð um mannréttindi. Við munum vinna fyrir þig. Við stöndum fyrir einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum skapa borg þar sem þú getur fengið góða hugmynd og komið henni í framkvæmd. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram – og skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Borg sem bannar minna og leyfir meira. Við viljum lítil opinber afskipti og lítil opinber umsvif. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðum í þágu grunnþjónustu. Við tryggjum frelsi og val um það hvernig þú lifir þínu lífi. Við viljum skipuleggja fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga. Sjálfbær hverfi með öfluga nærþjónustu. Höfuðborg sem fjárfestir í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur – vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Borg sem ýtir undir samskipti og samvinnu í lífsbaráttunni. Heilsueflandi græna borg sem tryggir bætt lífsgæði – fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er skýr valkostur fyrir þá sem vilja breytingar. Skýr valkostur fyrir þá sem vilja höfuðborg í forystu – samkeppnishæfa borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Leiðandi borg um grænar og vistvænar lausnir. Reykjavík í samkeppni um fólk og atgervi. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Borg sem tryggir frelsi og val. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Reykjavík sem vinnur fyrir þig.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Borgarbúar hafa aldrei haft svo marga valkosti en þeir hafa skýra valkosti. Þeir geta valið áframhaldandi stöðnun, skort og úrræðaleysi – eða þeir geta valið breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun setja íbúana í forgang. Við munum draga úr húsnæðisskorti, leysa samgönguvandann og greiða úr fjármálum borgarinnar. Við munum tryggja stöðugan fjárhag og betri þjónustu. Við ætlum að lækka útsvar og þjónustugjöld svo þú getir gert meira og farið lengra. Við ætlum að setja fjölskyldur í forgang og einfalda flókinn hversdaginn. Við munum forgangsraða í þágu menntunar og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri. Við munum standa vörð um mannréttindi. Við munum vinna fyrir þig. Við stöndum fyrir einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Við viljum skapa borg þar sem þú getur fengið góða hugmynd og komið henni í framkvæmd. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram – og skapar frjóan jarðveg fyrir sókn og framfarir. Borg sem bannar minna og leyfir meira. Við viljum lítil opinber afskipti og lítil opinber umsvif. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðum í þágu grunnþjónustu. Við tryggjum frelsi og val um það hvernig þú lifir þínu lífi. Við viljum skipuleggja fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga. Sjálfbær hverfi með öfluga nærþjónustu. Höfuðborg sem fjárfestir í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur – vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Borg sem ýtir undir samskipti og samvinnu í lífsbaráttunni. Heilsueflandi græna borg sem tryggir bætt lífsgæði – fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er skýr valkostur fyrir þá sem vilja breytingar. Skýr valkostur fyrir þá sem vilja höfuðborg í forystu – samkeppnishæfa borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Leiðandi borg um grænar og vistvænar lausnir. Reykjavík í samkeppni um fólk og atgervi. Höfuðborg sem setur fólk og fjölskyldur í forgang. Borg sem tryggir frelsi og val. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Reykjavík sem vinnur fyrir þig.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar